Vísindi

Restorative Environmental Design (RED)

ENVALYS leggur áherslu á sjálfbærni, heilbrigði samfélaga og kerfisbundna, heildræna nálgun í ferlum sem snúa að þróun, hönnun og skipulagi umhverfis. Nálgun ENVALYS felur í sér samþættingu tölvugerðs 3D umhverfis, sýndarveruleika og vísindalegra aðferða til að kortleggja upplifun, líðan, viðhorf og reynslu á öllum stigum hönnunar- og skipulagsverkefna. 

Vísindalegar rannsóknir sýna svart á hvítu fram á sálfræðileg áhrif umhverfis á okkur, óháð því hvar við eigum heima, hvar við vinnum, hvar við lærum, hvar við blöndum geði við aðra og hvar við sækjum okkur lækninga.

ENVALYS vinnur jafnt með opinberum aðilum sem einkareknum að því að hanna, skipuleggja og móta framtíð sem styður andlega og líkamlega velferð samfélagsins.

Þessu markmiði náum við með því að:

01

Hagnýta vísindalega þekkingu og umhverfissálfræði  í skipulags- og hönnunarverkefnum, með því að greina á samspil fólks og bygginga (Human Building Interaction (HBI)) og samspil fólks og umhverfis (Human Building Interaction (HBI)), svo byggja megi heilbrigðara samfélag til framtíðarinnar.

02

Búa til hugbúnaðarlausnir og verkfæri, líkt og VRTerrain, sem skapar lifandi, gagnvirk 3D umhverfi sem sýna hönnun, skipulag og samfélag framtíðarinnar.

Rannsóknir

Sjálfbærar borgir framtíðar

ENVALYS var stofnað á grunni verkefnisins Sjálfbærar borgir framtíðar (e. Cities That Sustain Us), sem er alþjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni sem hófst innan Háskólans í Reykjavík árið 2013 í samstarfi við Uppsala-háskóla í Svíþjóð, Reykjavíkurborg, Djúpavogshrepp og TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir.

ENVALYS og Sjálfbærar borgir framtíðar hafa hlotið styrki frá Rannsóknarsjóði Íslands (2014-2016) og Tækniþróunarsjóði (2017-2019; 2020-2021; 2021-2022).

Meginmarkmið verkefnisins eru að:

01

Hagnýta vísindalega þekkingu á upplifun fólks í verkefnum er snúa að skipulagi og hönnun.

02

Að þróa hugbúnað og lausnir sem auðvelda rannsóknir á samspili fólks og umhverfis.

03

Að gera grunnrannsóknir á upplifun fólks á umhverfinu, til að auka þekkingu og skilning á samspilinu.

Birtingar

Skýrslur ENVALYS

Ritrýndar greinar

Ritrýnd erindi á ráðstefnum

Nemendaverkefni

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.