ENVALYS

Verkefni

Sjálfbærar borgir framtíðarinnar

Þungamiðjan í þeirri hugmynda- og aðferðafræði sem starfsemi og þjónusta ENVALYS byggir á, er sótt til verkefnisins Sjálfbærar borgir framtíðarinnar (e. Cities that Sustain Us). Verkefnið er alþjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni sem hófst innan Háskólans í Reykjavík árið 2013 í samstarfi við Uppsala-háskóla í Svíþjóð, Reykjavíkurborg, Djúpavogshrepp og TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir.

Meginmarkmið verkefnisins er þríþætt:

Að hagnýta vísindalega þekkingu á upplifun fólks í raunverulegum skipulags- og hönnunarverkefnum
Að þróa hugbúnað og lausnir sem auðvelda rannsóknir á samspili fólks og umhverfis.
Að gera grunnrannsóknir á upplifun fólks á umhverfinu, til að auka þekkingu og skilning á samspilinu.

Verkefnið hefur notið og nýtur styrkja frá Rannsóknarsjóði Íslands (2014-2016) og Tækniþróunarsjóði (2017-2019; 2020-2021).

Birtingar

Skýrslur ENVALYS
Ritrýndar greinar
Ritrýnd erindi á ráðstefnum
Nemendaverkefni